Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeErlentFá Jeremy Stephens og Yair Rodriguez loksins að klára sín mál?

Fá Jeremy Stephens og Yair Rodriguez loksins að klára sín mál?

Þeir Jeremy Stephens og Yair Rodriguez mætast aftur á föstudaginn. Fyrri bardagi þeirra var dæmdur ógildur eftir aðeins 15 sekúndur og er óhætt að segja að það sé enginn kærleikur þeirra á milli.

Jeremy Stephens og Yair Rodriguez mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldi í Mexíkó þann 21. september. Eftir aðeins 15 sekúndur potaði Rodriguez í auga Stephens og gat sá síðarnefndi ekki haldið áfram. Bardaginn var því dæmdur ógildur og voru aðdáendur í Mexíkó afar ósáttir með niðurstöðuna.

Þeir Rodriguez og Stephens voru ekki heldur sáttir og áttu þeir í útistöðum á hótelinu eftir bardagann.

Síðan þá hafa báðir látið misfalleg orð falla um hvorn annan. Rodriguez vill meina að Stephens hafi gert sér upp um meiðslin og hann hefði alveg getað haldið áfram. Stephens hefur sagt töluvert verri hluti og ætlar hreinlega að myrða Rodriguez í búrinu en ef það tekst ekki mun sigurinn ekki telja fyrir sig. Ljót ummæli hjá Stephens en bardaginn er afar persónulegur fyrir Stephens.

Rodriguez virkar mun rólegri síðustu dagana fyrir bardagann. Bardaginn fer fram á föstudaginn í Boston en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Chris Weidman og Dominick Reyes.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular