0

Myndband: Colby Covington og Kamaru Usman í áflogum í spilavíti

Nýr veltivigtarmeistari UFC er strax kominn með augun á næsta andstæðingi. Að öllum líkindum verður það Colby Covington en Usman og Covington lentu í áflogum í gær í Las Vegas.

Kamaru Usman sigraði Tyron Woodley á laugardaginn á UFC 235. Bardaginn var mjög einhliða og vann Usman allar loturnar. Á blaðamannafundinum eftir bardagann lýsti hann yfir vilja sínum til að mæta Colby Covington næst.

„Ég get ekki verið í sama herbergi og hann. Ég bara get það ekki. Ég hlakka svo til að ná fullri heilsu og leggja hendur mínar á hann. Ég mun njóta þess að rústa honum,“ sagði Usman um Covington.

Í gær lenti þeim svo saman í spilavíti í Las Vegas. TMZ birti myndband af áflogunum sem voru minniháttar en umboðsmaður Usman, Ali Abdel-Aziz var fremstur í flokki í áflogunum.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.