Thursday, March 28, 2024
HomeErlentCain Velasquez og meiðslin

Cain Velasquez og meiðslin

cain velasÞungavigtarmeistarinn Cain Velasquez snýr loksins aftur í nótt þegar hann mætir Fabricio Werdum á UFC 188. Meistarinn hefur verið lengi frá vegna meiðsla og ekki barist síðan í október 2013.

602 dagar eru liðnir frá því að Cain Velasquez barðist síðast. Þá sigraði hann Junior dos Santos með tæknilegu rothöggi í fimmtu lotu eftir mikla yfirburði. Hann og Werdum áttu að mætast fyrst í nóvember í fyrra á UFC 180 eftir að hafa þjálfað andspænis hvor öðrum í The Ultimate Fighter: Latin America. Þremur vikum fyrir bardagann meiddist hann hins vegar á hné og tók Mark Hunt hans stað. Hunt og Werdum börðust því um bráðabirgðatitil (e. interim title) UFC þar sem Werdum fór með sigur af hólmi.

Velasquez og Werdum munu því sameina beltin og úrskurða um hvor er óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC í kvöld.

Velasquez hefur verið mikið frá vegna meiðsla og lítið barist á undanförnum árum. Einu andstæðingarnir sem hann hefur mætt síðan 2010 eru Junior dos Santos og Antonio ‘Bigfoot’ Silva. Þrisvar barðist hann við dos Santos og tvisvar gegn Silva.

Í rauninni hefur hann mætt svo fáum andstæðingum að Fedor Emelianenko, sem hætti árið 2012, er með fleiri sigra gegn topp 10 andstæðingum í núverandi þungavigt UFC heldur en Velasquez! Að auki hefur Velasquez aðeins 14 bardaga að baki en tæpur þriðjungur þeirra eru gegn Brasilíumönnunum tveimur – Junior dos Santos og Antonio Silva.

Ástæðan fyrir meiðslunum gæti verið margvísleg. Fyrir það fyrsta virtist hann vera með heimskulega lélegan styrktarþjálfara

Það þarf engan sérfræðing til að sjá að þetta getur ekki verið hollt fyrir lappirnar. Svona æfingar var Cain Velasquez að gera og það gæti átt sinn þátt í meiðslunum.

Nú er styrktarþjálfarinn Joe Grasso farinn á bak og burt og Velasquez með nýjan styrktarþjálfara. Í dag stundar hann mun meiri ólympískar lyftingar en áður og virkar hann sterkari á að líta.

Það verður frábært að geta horft á Cain Velasquez aftur í búrinu í kvöld og vonandi mun ekki líða á löngu þar til hann berst á ný – sama hvernig fer í kvöld. Velasquez er einn af allra bestu bardagamönnum heims en meiðslin hafa gert það að verkum að hann hefur dálítið gleymst. Ef Cain Velasquez gæti haldist nokkuð heill næstu árin gæti hann orðið sá besti í þungavigtinni frá upphafi.

Við skulum ekki gleyma hvað Cain Velasquez getur gert þegar hann er uppi á sitt besta.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular