Wednesday, April 24, 2024
HomeForsíðaCarlos Condit snýr aftur

Carlos Condit snýr aftur

conditÞað eru um það bil níu mánuðir síðan Carlos Condit sleit krossband í bardaga en hann virðist nú tilbúinn til að snúa aftur. Condit hefur lýst yfir áhuga á að mæta Nick Diaz aftur.

Condit varð fyrir meiðslunum gegn Tyron Woodley í mars en í bardaganum sleit hann krossband og reif liðþófa. Síðan þá hefur hann haft það gott með fjölskyldunni og hefur nýtt tímann í að laga veikleika sína í stað þess að einbeita sér að ákveðnum andstæðingi.

„Þegar þú æfir fyrir bardaga þá hefur þú minni tíma til þess að einbeita þér að ákveðnum veikleikum. Nú hef ég einbeitt mér að mínum veikleikum og ég ætla mér að komast aftur á sigurbraut.“

Condit bætti einnig við að UFC hefði verið mjög skilningsríkt og hjálpsamt á meðan á meiðslum stóð. Ekki hefur bardagi verið ákveðinn en hann vonast til að keppa á fyrri hluta 2015. Annar bardagi gegn Nick Diaz er nokkuð sem heillar Condit en þeir mættust um „interim“ titil árið 2012 þar sem Condit fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular