Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaÁrið gert upp: Kjartan Valur Guðmundsson (VBC)

Árið gert upp: Kjartan Valur Guðmundsson (VBC)

Mynd: Jón Guðmundsson.
Mynd: Jón Guðmundsson.

Árið 2014 var skemmtilegt ár í bardagaíþróttum bæði hér heima og erlendis. Við fengum aðila frá helstu bardagaklúbbum á Íslandi til að gera upp árið 2014. Fyrstur á vað er Kjartan Valur Guðmundsson, þjálfari og formaður VBC.

Hvað fannst þér standa upp úr á árinu í MMA á heimsvísu?

Það eru nokkrir hlutir sem mér fannst standa upp úr á árinu og þá helst hve margir MMA viðburðir voru á árinu sem eru á líða, samningurinn milli Rebook og UFC varðandi að allir munu keppa í „UFC Rebook“ fatnaði. Lyfjamálin voru líka áberandi á árinu sem er að líða og er það mín skoðun að MMA íþróttin er frekar berskjölduð enn sem komið er í þessum málum sem getur þó verið jákvætt fyrir íþróttina og hennar þróun þar að segja ef rétt verður tekið á þeim málum. Að jákvæðu hlutunum þá er frábært að sjá hvað sportið er að stækka gríðarlega á heimsvísu.

Hvað fannst þér standa upp úr á árinu í bardagaíþróttum á Íslandi?

Viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu kemur strax upp í hugann við þessa spurningu ásamt því hveru mikil aukning er í iðkendum bardagaíþrótta á Íslandi og hversu góðir Íslendingar eru að verða þá sérstaklega ef tekið er í spilið hversu ungar flestar íþróttirnar eru hér á landi. Jákvæðar þróanir innan sambanda má þá nefna HNÍ og BJÍ og þær frábæru frétta á þessu ári að það liggi fyrir umsókn hjá laganefnd ÍSÍ vegna stofnun Sérsambands Hnefaleika á Íslandi.

Hvernig var árið hjá ykkur?

Árið hefur gengið frábærlega vel og farið hefur fram úr vonum og væntingum. Miklar breytingar áttu sér stað en félagið flutti í lok seinasta árs í afar hentugt og stórt húsnæði í Kópavogi. Á árinu fór af stað öflugt BJJ starf, MMA starf ásamt barna og unglingastarfi og hefur fjöldi iðkenda VBC fjórfaldaðist á árinu, sem og stjórn og þjálfurum hefur fjölgað í takt við þá þróun. Félagið stóð fyrir fjórum mótum á árinu og þóttu takast mjög vel. Við erum mjög ánægð og stolt af okkar fólki og hversu vel það hefur gengið á mótum sem var tekið þátt í á árinu bæði hérlendis og erlendis og er markmiðið að keppa meira erlendis á nýju ári.

Við þökkum Kjartani kærlega fyrir en á næstu dögum fáum við uppgjör frá öðrum bardagaklúbbum á Íslandi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular