spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCerrone og Lawler berjast á UFC 214 eftir allt saman

Cerrone og Lawler berjast á UFC 214 eftir allt saman

Donald Cerrone og Robbie Lawler munu berjast á UFC 214 eftir allt saman. Kapparnir áttu að mætast á UFC 213 en bardaganum var frestað vegna blóðsýkingar Cerrone.

Fljótlega eftir að fregnir bárust af aflýsingu bardagans lýsti Cerrone því yfir á samfélagsmiðlum að hann væri með sýkingu. Fyrstu fregnir hermdu að bardaganum yrði frestað til UFC 214 sem fer fram þann 29. júlí. Dana White, forseti UFC, var samt fljótur að skjóta það niður í síðustu viku.

„Cowboy Cerrone er nagli. Hann er alltof harður og hann vildi berjast. Hann er hins vegar með rifinn nára, með mar frá hnénu og upp í nára og svo er hitt hnéð stökkbólgið. Og svo er hann með sýkingu. Gæti hann barist [á UFC 214]? Sennilega. Ætti hann að berjast við Robbie Lawler með rifinn nára? Nei, það ætti hann ekki að gera. Hann mun ná heilsu og við setjum bardagann aftur á dagskrá. Hann mun ekki berjast í Anaheim,“ sagði White en UFC 214 fer fram í Anaheim í Kaliforníu.

Nú hefur Lance Pugmire hjá LA Times greint frá því að bardaginn verði á UFC 214.

Fleiri miðlar hafa staðfest frásögn Pugmire og bendir því allt til þess að draumabardagi Cerrone og Lawler fari fram á UFC 214.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular