spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChris Weidman meiddur - Jacare í staðinn?

Chris Weidman meiddur – Jacare í staðinn?

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

MMA Fighting hefur heimildir fyrir því að Chris Weidman sé meiddur og geti ekki barist á UFC 199. UFC leitar nú að staðgengli í hans stað.

UFC 199 fer fram þann 4. júní og er tíminn því knappur. Þeir Chris Weidman og Luke Rockhold áttu að mætast aftur í endurati (e. rematch) en nú getur fyrrum millivigtarmeistarinn ekki barist. Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Weidman hefur þurft að draga sig úr bardaga.

Ronaldo ‘Jacare’ Souza sigraði Vitor Belfort með miklum yfirburðum um helgina og gæti hann komið í stað Weidman og fengið titilbardagann sem hann hefur óskað eftir. Þá hefur Michael Bisping gefið það út að hann væri tilbúinn að koma í stað Weidman.

Rockhold hefur sigrað bæði Jacare og Bisping áður. Rockhold tók Strikeforce beltið af Jacare á sínum tíma eftir dómaraákvörðun. Hann kláraði svo Bisping með hengingu í 1. lotu árið 2014.

UFC 199 fer fram í Kaliforníu og ríkir mikil spenna fyrir bardagakvöldið. Dominick Cruz og Urijah Faber mætast einnig þetta kvöld og vonandi fær Luke Rockhold nýjan anstæðing í tæka tíð.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular