spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCM Punk ætlar að halda áfram en ekki endilega í UFC

CM Punk ætlar að halda áfram en ekki endilega í UFC

cm-punkCM Punk ætlar að halda áfram í MMA en er ekki viss hvar hann muni berjast. Punk tapaði í frumraun sinni í MMA á laugardaginn og var afar svekktur eftir tapið.

Mickey Gall átti ekki í miklum vandræðum með CM Punk á UFC 203 um helgina. Gall kláraði Punk með „rear naked choke“ eftir 2:14 í 1. lotu.

Þrátt fyrir tapið sagði CM Punk þetta kvöld vera það næstbesta í lífi sínu á eftir giftingardeginum. Hann hefur æft MMA núna í tæp tvö ár og er staðráðinn í að halda áfram.

„Upphaflega ætlaði ég að berjast á lægsta getustiginu. Þetta tækifæri [að berjast í UFC] kom upp í hendurnar á mér og ég hefði verið bjáni ef ég hefði hafnað því. Ég veit ekki hvað mun gerast núna eða hvort ég verði leystur undan samningi við UFC. Það gæti gerst en ég ætla klárlega að halda áfram,“ sagði Punk á blaðamannafundinum eftir UFC 203.

Dana White, forseti UFC, sagði eftir bardagann að hann beri mikla virðingu fyrir CM Punk og vildi gefa honum tækifæri. „Næsti bardagi hans ætti sennilega ekki að vera í UFC,“ sagði Dana White einnig.

CM Punk hefur nú barist sinn fyrsta MMA bardaga og ætti að berjast á lægra getustigi næst ef þetta er það sem hann vill gera. Það er alveg klárt mál (eins og var vitað fyrirfram) að hann á ekki heima í UFC enda er það einungis vettvangur fyrir þá allra bestu í íþróttinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular