0

Robbie Lawler getur ekki mætt Donald Cerrone í New York

cerrone-lawlerBardagi Donald Cerrone og Robbie Lawler var gott sem komin á dagskrá á UFC 205 í New York. Nú hefur bardaginn því miður verið blásinn af.

Bardagaaðdáendur slefuðu af tilhugsuninni um að sjá þá Robbie Lawler og Donald Cerrone saman í búrinu. Þeir eru tveir af vinsælustu og skemmtilegustu bardagamönnum UFC og hefði bardaginn eflaust orðið frábær skemmtun. Bardaginn átti að fara fram í New York þann 12. nóvember.

Það verður einhver bið á bardaga þeirra þar sem Robbie Lawler dró sig úr bardaganum. Þeir Cerrone og Lawler skrifuðu undir bardagasamninginn fyrir þremur vikum síðan en um helgina ákvað Lawler að hætta við.

Lawler hafði samband við Donald Cerrone og vildi segja honum þetta í eigin persónu, maður á mann. Lawler treysti sér ekki til að berjast í nóvember og vildi gefa hausnum á sér lengri tíma eftir að hafa verið rotaður í júlí.

Lawler tapaði veltivigtartitlinum sínum til Tyron Woodley í lok júlí og vildi taka sér lengra frí áður en hann berst aftur. Þó bardaginn hafi verið gríðarlega spennandi er gaman að sjá Lawler taka skynsömu leiðina.

Einhverjir orðrómar voru á kreiki að Nick Diaz myndi koma í stað Lawler en sá orðrómur reynist ekki vera á rökum reistur samkvæmt Ariel Helwani.

Donald Cerrone vonast til að fá nýjan andstæðing á UFC 205 í New York enda verður þetta sögulegt bardagakvöld. Honum er sama hvort bardaginn fari fram í léttvigt eða veltivigt.

Þess má geta að Cerrone bauðst til þess að stökkva inn gegn Francimar Barroso í gær eftir að C.B. Dollaway meiddist í lyftuslysi. Bardaginn átti að fara fram í léttþungavigt í gær og var Cerrone meira en til í að slást aðeins. Cerrone er engum líkur.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.