Sunday, May 19, 2024
HomeBoxDiaz vs. Masvidal frestað

Diaz vs. Masvidal frestað

Nate Diaz og Jorge Masvidal áttu að mætast í hnefaleikabardaga 1. júní í Inglewood, Kaliforníu en viðureigninni hefur verið fresta um rúman mánuð og verður núna haldin 6. júlí í Anaheim sem er þó einnig í Kaliforníu.

Það er nóg að gerast 1. júní í bardagaheiminum og hafa þeir líklega metið það svo að flest augu myndu beinast annað, þá helst að UFC 302 sem haldið verður í Newark, New Jersey sama kvöld þar sem Islam Makhachev og Dustin Poirier mætast í aðalbardaga kvöldsins.

Í Riyahd, Saudi Arabíu verður haldinn hnefaleikaviðburður þar sem Dimitrii Bivol og Malik Zinad mætast í aðalbardaga kvöldsins en upphaflegur andstæðingur Bivol átti að vera Artur Beterbiev.

Okkar eigin Gunnar Kolbeinn Kristinsson berst einnig sama kvöld í Finnlandi þar sem hann mætir Mika Mielonen í titilbardaga uppá Baltic Boxing Union beltið þó það hafi kannski ekki eins mikil áhrif á ákvörðunina um fresta bardaganum milli Diaz og Masvidal.

Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust upphaflega í UFC árið 2019 í fyrsta BMF titil bardaganum þar sem Masvidal fór með sigur af hólmi eftir að dómarinn stöðvaði bardagann vegna skurðs sem Nate Diaz fékk.

Eftir BMF titilbardagann tapaði Masvidal 4 í röð áður en hann ákvað að leggja hanskana á hilluna en hann er ennþá samningsbundinn UFC sem hafa þó gefið honum leyfi til þess að mæta Diaz. Nate Diaz er hins vegar ekki samningsbundinn UFC lengur. Hann barðist þar síðasta gegn Tony Ferguson sem hann sigraði en eftir það mætti hann Jake Paul í hnefaleikabardaga sem hann tapaði.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular