spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCody Garbrandt birtir gamalt myndband af sér að kýla niður Dillashaw á...

Cody Garbrandt birtir gamalt myndband af sér að kýla niður Dillashaw á æfingu

Cody Garbrandt birti í gærkvöldi gamalt myndband af sér að æfa með T.J. Dillashaw. Í myndbandinu má sjá Garbrandt kýla Dillashaw niður.

Þeir Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw mætast á UFC 217 á morgun í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þetta verður fyrsta titilvörn Garbrandt en hann tók titilinn af Dominick Cruz í fyrra.

Þeir Garbrandt og Dillashaw eru fyrrum liðsfélagar og æfðu reglulega saman. Garbrandt hefur margoft haldið því fram að hann hafi farið leikandi létt með Dillashaw á æfingum. Þá hefur hann einnig sagt að hann hafi rotað Dillashaw á æfingu og að myndband af rothögginu sé til.

Eftir nokkur vandræðaleg ummæli á blaðamannafundinum í gær hefur Garbrandt birt stutt myndbrot af æfingu.

Myndbrotið er aðeins sex sekúndur og erfitt að vita hvað gerðist eftir höggið. Garbrandt heldur því hins vegar fram að Dillashaw hafi átt erfitt með að labba eftir höggið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular