0

Cody Garbrandt með misgáfuleg ummæli á blaðamannafundinum fyrir UFC 217

Cody Garbrandt átti nokkur óheppileg ummæli á blaðamannafundinum fyrir UFC 217 í gær. Þar sagði hann að T.J. Dillashaw hefði sýnt liðsfélögum sínum hvernig eigi að nota stera.

Þeir Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw mætast um bantamvigtartitil UFC annað kvöld. Mikið ósætti hefur verið á milli þeirra Garbrandt og Dillashaw en þeir voru liðsfélagar hjá Team Alpha Male hér áður fyrr. Dillashaw ákvað hins vegar að yfirgefa liðið og hefur Dillashaw verið kallaður öllum illum nöfnum af fyrrum liðsfélögum sínum síðan þá.

Á mánudaginn var Dillashaw sakaður um að nota „sérstök fæðubótarefni“ af glímuþjálfara Team Alpha Male, Chris Holdsworth. Holdsworth vildi meina að Dillashaw væri á ólöglegum frammistöðubætandi efnum.

Garbrandt fór nánar út í þetta á blaðamannafundinum í gær. „Þú sýndir öllum í Team Alpha Male hvernig á að gera þetta,“ sagði Garbrandt við Dillashaw.

Dillashaw gaf ekki mikið fyrir ásakanir Garbrandt og sagði kaldhæðnislega að hann væri að taka þetta allt saman en samt lyfjaprófaður á hverjum degi.

Þeir Dillashaw og Garbrandt fóru fram og til baka á blaðamannafundinum og virtist Garbrandt ekki vera að hlusta á svör Dillashaw.

Garbrandt: Hversu oft rústaði ég þér á æfingu?
Dillashaw: Aldrei
Garbrandt: Nákvæmlega..

Brot af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan og svo blaðamannafundinn í heild sinni neðst.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply