spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCody Garbrandt meiddur og missir af titilbardaga sínum

Cody Garbrandt meiddur og missir af titilbardaga sínum

Cody Garbrandt hefur neyðst til að draga sig úr titilbardaga sínum gegn Deiveson Figueiredo í nóvember. Alex Perez kemur í hans stað.

Cody Garbrandt ætlar niður í fluguvigt og átti hans fyrsti bardagi í fluguvigtinni að vera titilbardagi gegn Figueiredo á UFC 255 þann 21. nóvember. Garbrandt er hins vegar með rifinn tvíhöfða og getur ekki barist í nóvember.

Garbrandt greindist með Covid-19 og var nýlega byrjaður að æfa MMA aftur þegar tvíhöfðinn hans var eitthvað skrítinn. Garbrandt hélt áfram að æfa en þegar vöðvinn bólgnaði mikið upp leitaði hann til læknis sem greindi honum frá því að tvíhöfðinni væri rifinn.

Garbrandt óskaði eftir því að UFC myndi fresta bardaganum um mánuð en UFC ákvað þess í stað að finna staðgengil fyrir Garbrandt. Garbrandt þarf því að fresta frumraun sinni í fluguvigt um skeið.

Í hans stað kemur Alex Perez í þennan titilbardaga en Perez átti að mæta Barndon Moreno á sama kvöldi. Perez hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum en nú síðast sáum við hann klára Jussier Formiga með tæknilegu rothöggi í 1. lotu eftir fjölmörg lágspörk.

Moreno fær einnig nýjan andstæðing en hann mætir Brandon Royval á sama kvöldi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular