spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCollab glíman úrslit

Collab glíman úrslit

Collab glíman fór fram í gærkvöldi í Mjölni. 8 flottar glímur voru á dagskrá á skemmtilegu móti.

Þetta var fyrsta BJJ mótið sem haldið er á Íslandi síðan í febrúar 2020. Eftir að kórónuveiran skall á hefur ekki verið hægt að halda mót hér á landi en fyrsta mót ársins fór fram í gær. Engir áhorfendur voru á staðnum en mótinu var streymt í beinni útsendingu á Youtube. Einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki en ef glíman kláraðist ekki endaði hún í jafntefli.

Kristján Helgi Hafliðason sigraði Eið Sigurðsson með hengingu en uppgjafartakið var valið besta uppgjafartak kvöldsins. Þeir Bjarki Þór Pálsson og Halldór Logi Valsson áttu frábæra glímu í næstsíðustu glímu kvöldsins. Glíman var jöfn og spennandi en Halldór var nokkrum sinnum nálægt að ná fótalási en Bjarki varðist vel. Báðir reyndu eins og þeir gátu að ná uppgjafartakinu en tókst ekki og endaði glíman í jafntefli. Glíman var að lokum valin besta glíma kvöldsins.

Ólöf Embla mætti Margréti Ýr á kvöldinu en þetta var í fyrsta sinn sem þær mætast í keppni. Ólöf Embla byrjaði snemma að sækja í fótalása og náði góðum heel hook. Margrét tappaði út en meiddist á hnénu í kjölfarið og þurfti aðstoð á leið af vellinum. Hún gat samt gengið þokkalega síðar um kvöldið eru meiðslin ekki talin alvarleg.

Lilja Guðjónsdóttir mætti Lili Rá í 3. glímu kvöldsins. Eftir skemmtilega baráttu framan af náði Lilju flottum armlás þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af glímunni.

Í fyrstu glímu kvöldsins mættust þeir Mikael Leó og Sigursteinn Óli. Báðir æfa mikið saman í Mjölni og þekkja hvorn annan vel. Mikael náði bakinu á Sigursteini og kláraði með „rear naked choke“. Flott glíma hjá ungum keppendum. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Mikael Leó Aclipen sigraði Sigurstein Óla Ingólfsson með rear naked choke.
Viktor Gunnarsson og Aron Kevinsson háðu jafntefli.
Lilja Guðjónsdóttir sigraði Lili Rá með armbar.
Bjarki Eyþórsson og Hrafn Þráinsson háðu jafntefli.
Valdimar Torfason og Sigurpáll Albertsson háðu jafntefli.
Ólöf Embla sigraði Margréti Ýr með heel hook.
Halldór Logi og Bjarki Þór háðu jafntefli.
Kristján Helgi sigraði Eið Sigurðsson með diesel squeezel hengingu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular