Föstudagskvöldið 19. febrúar verður Collab glíman haldin í Mjölni. Um er að ræða 8 skemmtilegar ofurglímur sem sýndar verða í beinni útsendingu á Youtube en hér skoðum við eina af mest spennandi glímum kvöldsins.
Þeir Sigurpáll og Valdimar eru báðir skemmtilegur glímumenn. Þeir mættust tvisvar á Íslandsmeistaramótinu 2019 í gallanum en þá vann Sigurpáll í bæði skiptin í mjög skemmtilegum glímum. Nú mætast þeir í nogi glímu og ætti þessi að verða mjög góð skemmtun.
Sigurpáll Albertsson
Aldur: 27 ára
Félag: VBC
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Byrjaði að æfa Bjj 2014
Belti: Brúnt belti
Árangur á mótum: Tvöfaldur Íslandsmeistari, unnið báða superfightana mína, einu sinni á móti Kristjáni Helga á Bolamótinu og einu sinni gegn Bjarka Þór á Blábeltingamóti.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Svart belti í Júdó
Fyrri glímur við Valdimar: Keppti tvisvar við hann á Íslandsmeistaramótinu 2019, bæði í okkar þyngdarflokki og opnum flokki. Vann báðar glímurnar.
Áhugaverð staðreynd: Ég var i hljómsveit á mínum yngri árum þar sem ég söng og spilaði á saxófón. Komum fram þrisvar í gegnum ferilinn.
Coolbet stuðull: 2,10
Valdimar Torfason
Aldur: 20 ára
Félag: Mjölnir
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Árið 2015 í unglingastarfi Mjölnis
Belti: Fjólublátt
Árangur á mótum: Íslandsmeistari unglinga, sigur á Bolamótinu 2, vann minn flokk og opna flokkinn á Sub Only móti RVK MMA, oft lent í verðlaunasæti á mótum.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Æfði körfubolta, skylmingar, fótbolta, sund, fimleika.
Fyrri glímur við andstæðinginn: Tvisvar keppt við Sigurpál og tapað í bæði skiptin.
Áhugaverð staðreynd: Hata avocado
Coolbet stuðull: 3,20
Mótið hefst kl. 20:00 á föstudaginn og verður mótinu streymt á Youtube rás Mjölnis. Hægt er að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.