spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor ætlar að sanna að hann sé betri en Diaz

Conor ætlar að sanna að hann sé betri en Diaz

conor ufc 196 doneEnn sem komið er hefur UFC ekki staðfest bardaga Conor McGregor og Nate Diaz á UFC 200. Fregnir herma að bardaginn verði staðfestur sem aðalbardaginn á UFC 200 í vikunni.

Ariel Helwani var sá fyrsti til að greina frá áætluðum bardaga Conor McGregor og Nate Diaz á UFC 200. Kapparnir mættust fyrst fyrir rúmum tveimur vikum síðan en þá fór Diaz með sigur af hólmi eftir hengingu í 2. lotu. Gríðarlega margir horfðu á bardagann og á UFC 196 og ætlar UFC því að endurtaka leikinn en margir harðkjarna aðdáendur eru afar ósáttir með þá ákvörðun UFC.

Bardaginn mun þó ekki fara fram í léttvigt heldur í veltivigt rétt eins og fyrri bardaginn. Í þætti sínum í gær, The MMA Hour, greindi Helwani betur frá bardaganum. „Conor McGregor er villtur maður og þess vegna fer bardaginn fram í veltivigt. Hann er heltekinn af þeirri hugmynd að hann hafi tapað fyrir Nate Diaz í veltivigt. Að hans mati hefði hann átt að vinna og hann vill sömu aðstæður, sömu reglur og sömu skilmála í seinni bardaganum. Hann vill gera þetta aftur og vill sanna að hann sé betri bardagamaður,“ sagði Helwani í gær.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Hann verður þá að bæta úthaldið ef að hann ætlar að sigra Nate sem hefur sjálfur mjög gott úthald. Eins og hefur komið marg oft í ljós er að cardio is king og við sáum það nú um síðustu helgi þegar að Magny vann Lombard.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular