Sunday, April 21, 2024
HomeErlentMMA lögleitt í New York!

MMA lögleitt í New York!

ufc new york 2

MMA hefur verið lögleitt í New York! Þetta var að gerast fyrr í kvöld og er MMA nú löglegt í öllum ríkjum Bandaríkjanna.

Þetta mál hefur tekið mörg ár og fer nú senn að ljúka. Það má vænta þess að UFC muni halda stóran viðburð í Madison Square Garden á árinu en bardagamenn eins og Jon Jones, Chris Weidman og Frankie Edgar koma allir frá New York eða nálægum slóðum. Ef allt gengur að óskum mun UFC heimsækja Madison Square Garden í nóvember.

Lagafrumvarpið var samþykkt fyrr í kvöld og fer nú til ríkisstjórans Andrew Cuomo sem hefur áður lýst því yfir að hann muni samþykkja lagafrumvarpið. Þegar því er lokið hefur íþróttasamband New York ríkis 120 daga til að búa til regluverk utan um íþróttina.

Málið tók langan tíma í dag en við munum fjalla ítarlegar um málið síðar í kvöld. Til hamingju New York!

ufc new york

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular