spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor ætlar að tileinka Brasilíu sigurinn á Rafael dos Anjos

Conor ætlar að tileinka Brasilíu sigurinn á Rafael dos Anjos

conor dos anjosBardagaaðdáendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu ummælum Conor McGregor um sinn næsta andstæðing, Rafael dos Anjos. Í tilkynningu á opinberri Facebook síðu sinni ætlar hann að ganga frá föðurlandssvikaranum Rafel dos Anjos.

Bardagi Conor McGregor og Rafael dos Anjos var loksins formlega tilkynntur af UFC fyrr í kvöld eftir nokkurra daga bið.

Fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor mun þá mæta léttvigtarmeistaranum Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið. Írinn kjaftfori getur því orðið sá fyrsti í sögu UFC til að halda tveimur beltum á sama tíma.

Skömmu eftir formlega tilkynningu UFC birti Conor McGregor afar áhugaverðan póst á opinberri Facebook síðu sinni. McGregor kynnti póstinn sem sérstaka viðskiptaákvörðun kóngsins í boði EA Sports.

Í póstinum þakkaði hann aðdáendum og fjölmiðlum fyrir þolinmæði sína í biðinni eftir formlegri tilkynningu frá UFC. McGregor var víst of upptekinn við að telja aurana sína eftir sinn síðasta bardaga.

McGregor segist ætla að ganga frá dos Anjos og ætlar að tileinka Brasilíu og þeim sem eru trúir sínum rótum væntanlegum sigri á dos Anjos.

Þar með er McGregor að skjóta á dos Anjos sem er fæddur og uppalinn í Brasilíu en býr nú og æfir í Kaliforníu hjá Kings MMA.

McGregor vill meina að með því að búa ekki í heimalandinu sé dos Anjos föðurlandssvikari og ætlar hann að afhöfða dos Anjos í nafni Brasilíu.

Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 197 þann 5. mars. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Holly Holm og Miesha Tate um bantamvigtartitilinn.

Af Instagram reikningi Conor McGregor.

OFFICIAL FIGHT ANNOUNCEMENT: Conor McGregor Vs Rafael Dos Anjos for the UFC Lightweight World Championship. March 5th. MGM Grand, Las Vegas. LIVE ON PPV. This McGregor Inc. executive business decision is brought to you by the King himself in association with EA Sports. ‘McGregor is the Game.’ Mr. McGregor would like to thank the fans and the media for their patience in this decision. Mr. McGregor was still busy counting the take from his last fight. He has chosen to dedicate this demolition job to the loyal people of Brazil and all the fans around the globe who stay true to their roots and loyal to their land. Mr. McGregor has said that Rafael is a traitor to his people and vows to “behead the ‘American Gringo’ Rafael Dos Anjos, in the name of La Brasilia!” Viva la Brasil! See you all in Las Vegas, March 5th!!! The King returns!

A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

Af opinberri Facebook síðu McGregor

OFFICIAL FIGHT ANNOUNCEMENT:Conor McGregor Vs Rafael Dos Anjos for the UFC Lightweight World Championship.March 5th….

Posted by Conor McGregor on Tuesday, January 12, 2016

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular