spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor: Ég elska að keppa

Conor: Ég elska að keppa

Conor McGregor var nokkuð hress á blaðamannafundinum eftir bardagann gegn Floyd Mayweather í nótt. Conor veit ekki hvað er framundan en virðist ekkert vera á því að hverfa úr bardagaheiminum.

Floyd Mayweather sigraði Conor McGregor með tæknilegu rothöggi í 10. lotu. Conor sagði eftir bardagann að hann hefði viljað fá tækifæri á að klára lotuna og fannst dómarinn stoppa bardagann full snemma. Hann hrósaði samt dómaranum fyrir vel unnin störf.

Stóra spurningin nú er hvað sé framundan hjá Conor. Talið er að Conor hafi fengið 100 milljónir dollara fyrir bardagann og telja margir að hann vilji ekki snúa aftur í búrið eða hringinn nú þegar hann á nóg af peningum. Hann virðist þó ekkert vera á því að hætta.

„Ég hef svo sannarlega marga áskorendur í MMA. Trílógían gegn Nate Diaz bíður þarna, ég hef valmöguleika,“ sagði Conor á blaðamannafundinum eftir bardagann.

Conor útilokar ekki að berjast aftur í boxi en flestir vilja þó sjá hann aftur í UFC. Conor er enn ríkjandi léttvigtarmeistari en þeir Kevin Lee og Tony Ferguson mætast um bráðabirgðartitilinn í október. Conor gæti mætt sigurvegaranum úr þeim bardaga eða Nate Diaz í þriðja sinn.

„Allir eru að spurja mig hvað sé næst. Ég veit ekki hvað er næst. Það eru margir titlar í UFC til umhugsunar og ég gæti alltaf haldið áfram í boxinu. Það sem er framundan hjá mér er að halda áfram að læra.“

„Ég elska að keppa. Ég elska góðan bardaga. Þetta var fjandi góður bardagi í kvöld og þess vegna stend ég hér og sýni hjartað mitt. Ég naut bardagans og þannig er það. Megi það lengi lifa. Ég get ekki sagt hvað sé nákvæmlega næst, en það er eitthvað framundan.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular