0

Conor McGregor kláraður í 10. lotu

Boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fór fram í nótt. Bardaginn var skemmtilegur og jafn framan af en að lokum var það Floyd Mayweather sem stóð uppi sem sigurvegari.

Þetta var fyrsti bardagi Conor í atvinnuhnefaleikum og getur hann gengið nokkuð sáttur frá borði eftir bardagann gegn Floyd Mayweather.

Conor byrjaði mjög vel og tók fyrstu þrjár loturnar að flestra mati. Floyd gerði lítið annað en að verjast fyrstu tvær loturnar en þegar leið á bardagann fór hann að sýna meira.

Eftir þriðju lotuna var Floyd farinn að hitna ansi vel og fór að hitta inn fleiri og fleiri höggum eftir því sem loturnar urðu fleiri. Conor varð þreyttari og þreyttari og virtist bara vera tímaspursmál hvenær Floyd myndi klára bardagann.

Eftir röð högga í 10. lotu hafði dómarinn séð nóg og steig á milli og stöðvaði bardagann. Floyd sigraði því með tæknilegu rothöggi í 10. lotu og klárar ferilinn 50-0.

Conor stóð sig betur en margir þorðu að vona en viðurkenndi sjálfur að hann hefði viljað fá að klára 10. lotuna áðu en dómarinn stöðvaði bardagann.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.