Saturday, May 18, 2024
HomeErlentHvenær byrjar bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor?

Hvenær byrjar bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor?

Á laugardaginn mætast þeir Conor McGregor og Floyd Mayweather í boxbardaga. Bardaginn fer fram í Las Vegas en hvenær byrjar veislan?

Átta boxbardagar verða á dagskrá á laugardaginn og þar af eru fjórir á aðalhluta bardagakvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 á íslenskum tíma en bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather er auðvitað síðasti bardagi kvöldsins.

Áætlað er að bardagi Conor og Floyd byrji í allra fyrsta lagi kl 3:00 (ef bardagarnir á undan klárast allir snemma) en líklegast verður það ekki fyrr en kl 4:00. Bardagaaðdáendur ættu því að búa sig undir langa en skemmtilega nótt.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 1 á Stöð 2 Sport)

Ofur veltivigt (154 pund): Floyd Mayweather Jr. gegn Conor McGregor
Laufléttvigt (130 pund): Gervonta Davis gegn Francisco Fonseca
Léttþungavigt (175 pund): Nathan Cleverly gegn Badou Jack
Krúservigt (200 pund): Andrew Tabiti gegn Steve Cunningham

FOX upphitunarbardagar (hefjast kl 23)

Veltivigt (147 pund): Thomas Dulorme gegn Yordenis Ugás
Veltivigt (147 pund): Juan Heraldez gegn Jose Miguel Borrego
Ofur millivigt (168 pund): Kevin Newman gegn Antonio Hernandez
Ofur millivigt (168 pund): Savannah Marshall gegn Sydney LeBlanc

Stöð 2 Sport sýnir aðalhluta bardagakvöldsins og verður upphitunarþátturinn Búrið sýndur fyrir bardagakvöldið. Þátturinn verður einnig á fimmtudags- og föstudagskvöld og verður að auki sérstök upphitun í beinni skömmu fyrir bardagana.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular