spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor gefur 500.000 dollara í styrktarsjóð Dustin Poirier

Conor gefur 500.000 dollara í styrktarsjóð Dustin Poirier

(Photo by Jeff Bottari/Zuffa LLC via Getty Images)

Þeir Conor McGregor og Dustin Poirier mætast á UFC 257 í nótt. Áður en bardaginn var settur saman lofaði Conor að gefa í góðgerðarsjóð Poirier.

Þegar talað var um að setja saman bardaga Conor og Dustin Poirier lofaði Conor að gefa góða upphæð í góðgerðarsjóð Dustin Poirier og eiginkonu hans, The Good Fight Foundation.

„Ég vil ekki láta þetta hljóma eins og við séum að nudda bakið á hvor öðrum en svo það komi skýrt fram þá hefur liðið hans Conor, McGregor Sports & Entertainment, sett sig í samband við styrktarsjóðinn og hafið ferlið á hans framlagi,“ sagði Poirier við fjölmiðla á fimmtudaginn.

Framkvæmdastjóri McGregor Sports & Entertainment staðfesti ummæli Poirier við MMA Junkie en Conor ætlar að gefa 500.000 dollara (64,7 milljónir ISK).

The Good Fight Foundation hefur tekið þátt í margskonar verkefnum svo sem að byggja skóla í Úganda, laga skemmda vatnsbrunna, byggja leikvöll fyrir börn með sérþarfir og gefa 500 krökkum skólatöskur.

Að þessu sinni munu samtökin aðstoða The Boys & Girls Club of Acadiana til að hjálpa bágstöddum krökkum í námi. Samtökin munu fjármagna samgöngur og kennslu í verkefninu Project Learn. Þá munu samtökin búa til íþróttahús og íþróttastarf (meðal annars bardagaíþróttir) fyrir bágstödd börn sem hafa ekki efni eða tækifæri á að stunda íþróttir. Krakkarnir sleppa við iðkendagjöld ef þau sýna af sér góða hegðun og leggja sig fram í skólanum.

Poirier hefur selt fatnað og hanska sem hann klæðist í bardögum sínum á uppboði sem framlag í styrktarsjóðinn og mun gera það eftir þennan bardaga líka.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular