spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor grillaði Floyd á blaðamannafundinum í Toronto

Conor grillaði Floyd á blaðamannafundinum í Toronto

Það var auðvitað líf og fjör á öðrum blaðamannafundinum í fjölmiðlatúr Conor McGregor og Floyd Mayweather í kvöld.

Conor McGregor setti heldur betur allt í gang eftir eilítil vonbrigði á blaðamannafundinum í gær. Að margra mati hafði Floyd betur í Los Angeles en það var enginn vafi á því hvor hafði betur í Toronto.

Venju samkvæmt var rappatriði áður en kapparnir mættu á svið en kanadíski rapparinn Drake lét einnig sjá sig á sviðinu í skamma stund án þess þó að taka lagið. Conor McGregor mætti á sviðið og líkt og í Los Angeles voru áhorfendur á hans bandi.

Floyd Mayweather var fastur í umferð og var því seinn á ferð. Hann kom dansandi inn en uppskar lítið annað en baul frá áhorfendum.

Líkt og í gær byrjaði Conor sína ræðu og fékk 15.000 áhorfendur til að öskra „F*ck Mayweather“ tvisvar. Hann lét Showtime líka heyra það en hljóðnemi Conor virkaði ekki sem skildi á blaðamannafundinum í Los Angeles í gær. Conor var gjörsamlega í essinu sínu og skildi ekki hvers vegna Floyd væri alltaf með skólatösku á sviðinu enda kynni hann ekki að lesa.

Floyd gerði í raun bara það sama og í gær. Hann byrjaði sitt vanalega hróp „Hard work! Dedication! All work is what? Easy work!“ en uppskar engin svör heldur bara baul.

Floyd mætti með umtalaða skólatösku á sviðið til að sýna að hann ætti enn nóg af peningum þrátt fyrir skattavandræðin. Í gær tók hann upp 100 milljón dollara ávísun en tók ekkert upp í dag. Floyd tók írska fánann af áhorfenda en Conor svaraði með því að hrifsa töskuna. Conor galopnaði töskuna og sagði að þarna væri ekkert meira en 5.000 dollarar. „Er þetta alltof sumt?“ spurði hann Floyd.

Það var greinilegt að Conor ætlaði að keyra upp lætin og sirkusinn á þessum blaðamannafundi og tókst honum það vel. Næsti blaðamannafundur fer fram á morgun, fimmtudag, í New York en hér að oafn má sjá blaðamannafundinn frá því í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular