Saturday, February 24, 2024
HomeErlentSantiago Ponzinibbio: Gunnar mun reyna að taka mig niður, ég veit það

Santiago Ponzinibbio: Gunnar mun reyna að taka mig niður, ég veit það

Santiago Ponzinibbio er handviss um að Gunnar muni ekki vilja standa með sér er þeir mætast á sunnudaginn. Við spjölluðum við hann á fjölmiðladeginum í dag um æfingarnar hjá American Top Team og bardagann gegn Gunnari.

Santiago býr í Miami í Flórída þar sem hann æfir hjá American Top Team. Þess má geta að Santiago átti í erfiðleikum með að skilja sumar spurningarnar.

„Það er mjög gott að vera hjá American Top Team. Þar er mikið úrval af mismunandi æfingafélögum, þar eru glímumenn, sparkboxarar, sambógæjar, allir stílar og það er mjög gott fyrir mismunandi æfingar,“ segir Santiago um æfingarnar hjá American Top Team.

Þetta er í fyrsta sinn sem Santiago kemur til Evrópu og segir hann að Glasgow sé falleg borg. Hann mun svo taka tvo auka daga eftir bardagann til að skoða sig um.

Santiago hefur unnið fjóra bardaga í röð í UFC og er hann kominn í 13. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni í UFC. Hann er á góðum stað fyrir bardagann gegn Gunnari og hefur æft vel.

„Mér líður mjög vel fyrir þennan bardaga og hef æft allt, ekki bara sparkboxið. Felluvörnin mín er mjög góð, jiu-jitsuið mitt líka. Ég hef mikla trú á glímunni minni, ég verðu slakur og geri bara mitt.“

Santiago er handviss um að Gunnar muni reyna að taka sig niður. „Gunnar Nelson mun reyna að taka mig niður, hann mun ekki stöðva mig standandi, hann mun reyna að taka mig niður, ég veit það.“

Þeir Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio mætast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Glasgow nú á sunnudaginn. 6 bardaga aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 að íslenskum tíma.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular