spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor hitti 111 höggum í Floyd Mayweather

Conor hitti 111 höggum í Floyd Mayweather

Conor McGregor vegnaði betur gegn Floyd Mayweather í gær en margir höfðu spáð. Hann náði 111 höggum inn fyrir vörn Floyd Mayweather og var það talsvert betra en til að mynda Manny Pacquiao gerði gegn Floyd.

Boxsérfræðingar eins og Max Kellerman létu hafa eftir sér fyrir bardagann að Conor myndi ekki lenda einu höggi gegn Floyd. Conor náði aftur á móti að lenda 111 höggum sínum af 430 á meðan Floyd náði 170 af 320 höggum samkvæmt BoxingScene. Conor var því að lenda 26% högga sinna á meðan Floyd var að hitta 53% högga sinna.

Í síðustu 14 bardögum Floyd hafa andstæðingar hans náð að meðaltali 18% högga sinna á meðan Floyd hefur verið að ná 44% högga sinna.

Hér höfum við tekið saman fjölda högga sem síðustu 14 andstæðingarnir Floyd hafa náð gegn honum.

Andstæðingur Fjöldi högga
1 Marcos Maidana 221
2 Marcos Maidana 2 128
3 Oscar de la Hoya 122
4 Canelo Alvarez 117
5 Robert Guerrero 113
6 Conor McGregor 111
7 Miguel Cotto 105
8 Shane Mosley 92
9 Zab Judah 89
10 Andre Berto 83
11 Manny Pacquiao 81
12 Carlos Baldomir 79
13 Juan Manuel Marquez 69
14 Ricky Hatton 63

Þetta var fyrsti sigur Floyd eftir rothögg síðan 2011 og var það eflaust kærkomið fyrir aðdáendur Floyd. Conor náði mörgum höggum inn og gerði eflaust betur en fyrirfram var talið þrátt fyrir rothöggið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular