spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor: Khabib skelfur af ótta

Conor: Khabib skelfur af ótta

Conor McGregor mætir Donald Cerrone eftir tvær vikur í Las Vegas. Conor segist vera kominn aftur í rétt hugarfar og er staðráðinn í að fá annan bardaga gegn Khabib.

Conor McGregor hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í október 2018. Þann 18. janúar mætir hann Donald ‘Cowboy’ Cerrone á UFC 246.

„Ég er kominn aftur í sama hugarfar. Ég vil stöðugleika, ég vil keppa. Ég vil vera með heilbrigt hugarfar í heilbrigðum líkama. Ég er til í hvað sem er,“ sagði Conor við MacLife.

Conor segir að undirbúningurinn fyrir bardagann gegn Khabib hafi verið lélegur sem leiddi til tapsins gegn Khabib en nú er hugarfar hans breytt.

„Síðustu æfingabúðir voru hræðilegar. Ég get engum kennt um nema sjálfum mér. Ég kenni mér um og hef gert breytingar. Ég er sem betur fer með sterkt lið á bakvið mig sem ýta mér áfram og leiðbeina mér á réttan hátt. Ég hlusta á sjálfan mig og geri vinnuna sem ég veit að ég þarf að gera.“

„Að berjast er mér alltaf ofarlega í huga núna. Ég veit að ég er með mörg fyrirtæki á mínum snærum og þess háttar. En bardagaheimurinn er lífið mitt og ég einbeiti mér að því.“

Conor var nokkuð sama um hver hans næsti andstæðingur yrði og leyfði UFC að ákveða hver hans næsti andstæðingur yrði. Hver það verður eftir Cerrone kemur í ljós en Justin Gaethje, Jorge Masvidal, Kamaru Usman, Colby Covington og Khabib Nurmagomedov koma allir til greina.

Bardaginn gegn Cerrone fer fram í veltivigt og eru þetta því tveir léttvigtarmenn að sleppa því að skera mikið niður fyrir bardagann að sögn Dana White, forseta UFC. Conor ætlar síðan að vera tilbúinn að stíga inn í apríl þegar þeir Khabib og Tony Ferguson mætast um léttvigtartitilinn ef annar skildi meiðast.

Conor vill mæta Khabib aftur en telur Khabib ekki vilja mæta sér aftur. „Hann skelfur [af ótta]. Hann er skjálfandi. Hann vill þetta ekki. Hann er að reyna að tapa ekki, ég finn bara skítalykt. Hann er hræddur og þannig er það bara. Allir vilja sjá þetta aftur. Dana vill þetta, við viljum þetta. Hann getur flúið en hann getur ekki falið sig.“

Khabib sigraði Conor með hengingu í 4. lotu á UFC 229. Khabib tók Conor niður oft í bardaganum og kýldi hann niður í 2. lotu.

„Að mínu mati vann ég 1. lotu. Ég hitti fleiri högg. Hann hélt stöðunni en ég var með þrefalt fleiri högg. Hvað gerði hann í 1. lotu? Í 2. lotu var ég latur, hann var bara hlaupandi um og náði heppnishöggi og átti frábæra lotu. Hvað gerðist eftir það? Ég vann 3. lotu. Ég var síðan að vinna 4. lotu þar til hann náði mér niður.“

„Það var eftir hræðilegar æfingabúðir þar sem ég sýndi fólkinu sem trúir á mig mikla vanvirðingu. Ég sýndi liði mínu vanvirðingu með áhugaleysi mínu en náði samt að gera þetta. Við munum mæta honum aftur. Eins og ég sagði, hann getur flúið en hann getur ekki falið sig.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular