spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor mætir Eddie Alvarez í New York

Conor mætir Eddie Alvarez í New York

conor-eddie-2Conor McGregor mun mæta léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez á UFC 205 eftir allt saman. Bardaginn verður aðalbardaginn á bardagakvöldinu í New York í Madidson Square Garden.

Þetta sagði Dana White, forseti UFC, í gærkvöldi í þættinum Sportscenter á ESPN. Bardagakvöldið fer fram þann 12. nóvember og verður fyrsta bardagakvöld UFC í New York ríki eftir að MMA var lögleitt í ríkinu.

Conor McGregor mun ekki láta fjaðurvigtarbeltið af hendi og getur orðið sá fyrsti til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma.

Eddie Alvarez varð léttvigtarmeistari í sumar þegar hann rotaði Rafael dos Anjos. Khabib Nurmagomedov situr eftir með sárt ennið enda vildi hann ólmur fá tækifæri gegn Alvarez. Nurmagomedov hafði skrifað undir tvo samninga þess efnis að mæta Alvarez annað hvort á UFC 205 eða UFC 206.

Alvarez vildi hins vegar frekar mæta Conor enda gefur sá bardagi talsvert meiri tekjur fyrir Alvarez. UFC, Alvarez og Conor McGregor hafa komist að samkomulagi og fáum við þennan risabardaga í New York.

Jose Aldo er enn bráðabirgðarmeistarinn (e. interim champion) í fjaðurvigtinni eftir sigur á Frankie Edgar í sumar. Hann mun væntanlega verja bráðabirgðarbeltið innan tíðar.

Bardagakvöldið í New York er farið að líta ansi vel út núna þegar við erum komin með þennan risabardaga. Þrír titilbardagar verða á dagskrá og má búast við sögulegu kvöldi í Madison Square Garden þann 12. nóvember.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttvigt: Eddie Alvarez gegn Conor McGregor 
Titilbardagi í veltivigt:
 Tyron Woodley gegn Stephen Thompson
Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Karolina Kowalkiewcz
Veltivigt: Kelvin Gastelum gegn Donald Cerrone
Bantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Raquel Pennington

Upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Frankie Edgar gegn Jeremy Stephens
Millivigt: Tim Kennedy gegn Rashad Evans
Veltivigt: Lyman Good gegn Belal Muhammad
Léttvigt: Jim Miller gegn Thiago Alves
Millivigt: Rafael Natal gegn Tim Boetsch
Bantamvigt kvenna: Liz Carmouche gegn Katlyn Chookagian

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular