Fyrr í kvöld fór fram blaðamannafundur í Las Vegas fyrir UFC 229. Khabib og Dana White mættu á réttum tíma en það sama var ekki hægt að segja um Conor.
Conor hefur alltaf mætt seint á blaðamannafundi eftir að hann varð stór stjarna og var Khabib búinn að segja í vikunni að hann myndi ekki nenna að bíða eftir Conor ef Írinn ætlaði að mæta seint. Khabib hefur stífa dagskrá enda á hann niðurskurð eftir fyrir vigtunina á morgun. Niðurskurðurinn er í algjörum forgangi hjá Khabib.
Blaðamannafundurinn hófst á réttum tíma og ætlaði UFC ekki að bíða eftir Conor í enn eitt skiptið. Khabib virtist pirraður og tók við spurningum blaðamanna. Írarnir voru háværir í höllinni og var baulað á Khabib.
Khabib: For me this is more than fight for the title. For me this is personal.
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) October 4, 2018
Þegar 15 mínútur voru búnar af blaðamannafundinum þakkaði Khabib fyrir sig og yfirgaf sviðið. Hann stóð við sitt og ætlaði ekki að bíða eftir Conor.
Conor mætti loks um það bil 10 mínútum eftir að Khabib yfirgaf sviðið. Enn á ný kenndi hann umferðinni um og sagðist bara hafa verið örfáum mínútum of seinn. Conor virtist sama þó Khabib hafi yfirgefið blaðamannafundinn enda sagði hann að það eina sem skipti máli væri að Khabib myndi ná tilsettri þyngd á morgun.
Eins og á blaðamannafundinum í New York hraunaði Conor allhressilega yfir umboðsmann Khabib, Ali Abdelaziz.
Conor dropping BOMBS on Ali! #UFC229 pic.twitter.com/pYdK0vxohr
— ZombieProphet (@GIFsZP) October 4, 2018
Conor mætti með viskíið sitt en var ekki með beltin tvö líkt og hann gerði í New York. Conor var að flýta sér of mikið á blaðamannafundinn og gleymdi bara beltunum. Beltin komu skömmu síðar.
Conor: Khabib doesn’t like to be hit. He’s very awkward. He’s a flincher. That’s what we call him in the novice ranks.
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) October 4, 2018
Að lokum sagðist Conor vilja fá að berjast aftur á heimaslóðum á Írlandi og væri sama þó það væri á stórum leikvangi eins og Croke Park eða í lítilli 50 manna höll þar sem hann tók sína fyrstu bardaga.
Blaðamannafundurinn var í beinni á Youtube og má sjá hann í heild sinni hér að neðan.