spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor borgaði skuldir foreldranna og gaf öllum BMW

Conor McGregor borgaði skuldir foreldranna og gaf öllum BMW

conor og fjölskylda
Fjölskyldan í búrinu eftir sigur McGregor á Chad Mendes.

Conor McGregor var gjafmildur eftir sigur hans á Chad Mendes í júlí. Þegar hann kom heim til Dublin gaf hann foreldrum og systrum sínum glænýja BMW bíla og borgaði húsnæðislán foreldra sinna.

Conor McGregor fékk að minnsta kosti hálfa milljón dollara fyrir bardaga sinn gegn Chad Mendes. Þá eru sérstakir bónusar eins og hluti af „pay per view“ sölunni ekki taldir með. Hann hefur einnig væntanlega fengið ágætis summu fyrir að þjálfa í The Ultimate Fighter og frá öðrum styrktaraðilum.

Pabbi Conor McGregor, Tony McGregor, sagði son sinn vera afar örlátan í viðtal við RTE Radio One. Eftir gjafir Írans keyrir nú öll fjölskyldan um á glænýjum BMW bifreiðum.

„Þegar hann kom heim frá Los Angeles bað hann okkur um að koma heim til sína á nýja heimilið sitt hjá golfvellinum. Þar sagði hann okkur hvað hann ætlaði að gera,“ segir Tony.

„Hann keypti húsið af okkur. Það var ótrúlega fallega gert af honum og erum við mjög heppin. Þegar við gengum út vorum við öll á glænýjum BMW bílum. Ég er einum BMW, mamma hans á einum og systir hans á einum.“ Tony og fjölskylda þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af húsnæðisláninu.

Tony gerir sér grein fyrir því hversu heppin fjölskyldan er. Hann missti starfið sitt sem leigubílstjóri í kreppunni en útlitið er nú betra hjá fjölskyldunni.

„Við ferðumst með honum út um allt eins og þekkt er. Við höfum verið á glæsilegum stöðum eins og Vegas, Svíþjóð, Boston en við vorum einnig með honum á stöðum sem voru ekki eins glæsilegir áður en hann samdi við UFC. Við höfum verið með honum alveg frá upphafi.“

Aðspurður hvaðan þessi mikli fjölmiðlapersónuleiki Conor kemur stendur Tony á gati. „Það er það sem ég skil ekki, við sáum aldrei þennan persónuleika. Við sáum fyrst þessa persónu þegar hann vann sinn fyrsta UFC bardaga í Svíþjóð.“

„Þessi persónuleiki sem við sjáum í fjölmiðlum fæddist á blaðamannafundinum eftir bardagann í Svíþjóð. Ég held hann hafi séð það sjálfur og byggt upp frá því. Núna er hann nálægt því að skrifa undir stærsta samning í sögu UFC. Hann veit nákvæmlega hvert hann er að fara,“ segir Tony McGregor að lokum.

Conor McGregor mætir Jose Aldo á UFC 194 þann 12. desember. Sama kvöld mætir Gunnar Nelson Demian Maia.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular