spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor fær hraðasekt og missir bílprófið

Conor McGregor fær hraðasekt og missir bílprófið

Conor McGregor fékk í dag hraðasekt og er bannað að keyra næstu sex mánuði. Conor var tekinn á 154 km hraða en brotið átti sér stað í október í fyrra.

Conor McGregor mætti fyrir dómara í dag þar sem hann játaði brot sín. Dómarinn sektaði hann um 1000 evrur (141 þúsund íslenskar krónur) og var Conor sviptur ökuréttindum í hálft ár samkvæmt The Sun. Conor var tekinn á 154 km hraða þar sem hámarkshraði var 100 km/klst. Dómssalurinn í Naas í dag var troðfullur af stuðningsmönnum Conor.

Þegar Conor yfirgaf dómshúsið í dag sagði hann; „Þarf að aka varlega.“

Conor átti upphaflega að mæta fyrir dómara síðasta miðvikudag en skrópaði. Hann mætti þó í dag en þetta er 12. umferðarlagabrot Conor.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular