Conor McGregor fékk í dag hraðasekt og er bannað að keyra næstu sex mánuði. Conor var tekinn á 154 km hraða en brotið átti sér stað í október í fyrra.
Conor McGregor mætti fyrir dómara í dag þar sem hann játaði brot sín. Dómarinn sektaði hann um 1000 evrur (141 þúsund íslenskar krónur) og var Conor sviptur ökuréttindum í hálft ár samkvæmt The Sun. Conor var tekinn á 154 km hraða þar sem hámarkshraði var 100 km/klst. Dómssalurinn í Naas í dag var troðfullur af stuðningsmönnum Conor.
Þegar Conor yfirgaf dómshúsið í dag sagði hann; „Þarf að aka varlega.“
Conor átti upphaflega að mæta fyrir dómara síðasta miðvikudag en skrópaði. Hann mætti þó í dag en þetta er 12. umferðarlagabrot Conor.