Conor McGregor er frjáls maður en mál hans var tekið fyrir í dómssal í New York í dag. Eftir 50.000 dollara greiðslu fyrir tryggingu var Conor látinn laus.
Conor McGregor gekk berserksgang í gær og veittist að rútu með Khabib Nurmagomedov innanborðs. Fjölmargir urðu fyrir meiðslum vegna atviksins og þurfti að hætta við bardaga Michael Chiesa og Anthony Pettis annars vegar og bardaga Ray Borg og Brendan Moreno hinsvegar vegna meiðsla Chiesa og Borg í látunum.
Conor hefur verið ákærður í þremur liðum fyrir líkamsárás og einum ákærulið fyrir eignaspjöll. Conor var færður í gæsluvarðhald í gærkvöldi og fór fyrir dómara í dag. Þar var sett 50.000 dollara tryggingargjald á hann en Bellator bardagamaðurinn Dillon Danis, liðsfélagi Conor, greiddi trygginguna. Conor var því látinn laus. Liðsfélagi Conor, Cian Cowley, var einnig handtekinn í gær en hann var laus gegn 25.000 dollara tryggingu.
Báðir eru þeir frjálsir ferða sinna og geta haldið heim til Írlands. Málinu er þó hvergi lokið þar sem réttað verður í málinu þann 14. júní. Þá er von á að Michael Chiesa, Ray Borg og fleiri einstaklingar sem urðu fyrir barðinu á Conor í gær höfði mál gegn Conor.
Conor McGregor leaving the Kings County Criminal Court in Brooklyn. pic.twitter.com/pZtx7tBHtq
— Danny Segura (@dannyseguratv) April 6, 2018
Conor McGregor leaves the Brooklyn Criminal Courthouse at 4:31 pm et. pic.twitter.com/ABxvg3qebn
— Aaron Bronsteter (@aaronbronsteter) April 6, 2018
https://www.youtube.com/watch?v=tLaHGcI7new