spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor hættir við að leika í Hollywood myndinni xXx: The Return...

Conor McGregor hættir við að leika í Hollywood myndinni xXx: The Return of Xander Cage

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Til stóð að Conor McGregor myndi fá hlutverk í kvikmyndinni xXx: The Return of Xander Cage. Hann hefur þó ákveðið að hætta við hlutverk sitt í myndinni.

Myndin er sú þriðja í xXx seríunni og mun Vin Diesel leika aðalhlutverkið í myndinni líkt og í þeirri fyrstu. Ekki er vitað hversu veigamikið hlutverk McGregor átti að fá en hann hefur þó aldrei verið spenntur fyrir Hollywood. Hann er hins vegar spenntur fyrir peningum.

Nú hefur hann hætt við hlutverkið þar sem hann vill enga truflun fyrir sinn næsta bardaga á UFC 200. Það er nánast öruggt að McGregor muni mæta Nate Diaz í annað sinn á UFC 200 í júlí. McGregor tapaði fyrir Diaz fyrr í mánuðinum og ætlar greinilega að gera allt sem hann getur til að koma í veg fyrir annað tap.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular