Saturday, April 20, 2024
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Hunt vs. Mir

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Hunt vs. Mir

Mar 20, 2016; Brisbane, Australia; Mark Hunt (red gloves) competes against Frank Mir (blue gloves) during UFC Fight Night at Brisbane Entertainment Centre. Mandatory Credit: Matt Roberts-USA TODAY Sports

Mark Hunt, Neil Magny og Hector Lombard eru meðal þeirra sem koma fyrir í þessum Mánudagshugleiðingum eftir vel heppnað bardagakvöld í Brisbane, Ástralíu.

Er Mark Hunt teiknimyndapersóna?

Enn eitt „walkoff“ rothöggið frá Mark Hunt átti sér stað á laugardaginn og það er nánast orðið kómískt hvernig hinn 41 árs gamli Hunt finnur bara á sér þegar bardaganum er lokið. Það væri einfaldlega hægt að sleppa dómaranum í bardögum Hunt því hann lendir hægri hendinni og gengur í burtu án þess að dómarinn stígi inn til að stöðva bardagann.

Konungur „walkoff“ rothöggsins hitti Frank Mir með fastri hægri hendi og rölti síðan rólega í burtu, nánast án þess að blása úr nös. Þetta hefur orðið einskonar einkennismerki Hunt í gegnum tíðina og Frank Mir bætist við langan lista af andstæðingum sem Hunt hefur stöðvað með þessum hætti. Hunt er á þessum tímapunkti orðinn smá eins og japönsk anime persóna sem er með eitt ofurbragð sem ekki er hægt að stoppa. Það verður gaman að sjá hvað tekur við hjá Hunt en fyrir bardagann sagði hann að í sínum huga væri aldur bara tala og að sér hefði aldrei liðið betur en akkúrat núna.

                                                                     Mark Hunt sem anime persóna

Hector Lombard, sterarnir og fyrsta lotan

Steraboltinn Hector Lombard sprengdi sig í fyrstu lotu en hann mætti Neil Magny í næstsíðasta kvöldsins. Lombard, sem snéri aftur í búrið eftir rúmlega árs hlé vegna lyfjabanns, var skammt frá því að klára Magny í fyrstu lotu. Magny sýndi hins vegar enn og aftur gífurlegt hjarta og úthald með því að lifa af fyrstu lotuna og snúa aftur sterkari í þeirri annarri. Bardaginn hefði svo átt að vera stöðvaður í lok annarrar lotu, þegar Magny lét höggin dynja á Lombard án þess að sá síðarnefndi væri að verjast, en dómarinn lét bardagann halda áfram á óskiljanlegan hátt.

Það sýndi sig líka í þriðju lotu að Lombard átti ekkert eftir og Neil Magny varð sá fyrsti til þess að klára Lombard en Kúbverjinn hafði aldrei verið stöðvaður í 41 bardaga á ferlinum. Lombard lítur stöðugt einhæfari út og þessi fyrrum Ólympíu júdókappi er orðinn að hálfgerðum „one trick pony“ sem gengur um búrið og reynir að lenda sömu yfirhandar hægri aftur og aftur. Þá er Lombard orðinn 38 árs gamall og þarf því alvarlega að íhuga næstu skref.

Lombard var örmagna í þriðju lotu

Jake Matthews er framtíðin

Hinn 21 árs gamli Jake Matthews (sem er er einn af yngstu keppendum í UFC í dag) stöðvaði 12 bardaga sigurgöngu Johnny Case sem hafði ekki tapað í sex ár. Matthews leit út eins og þrautreyndur MMA keppandi og alls ekki eins og 21 árs strákur að keppa sinn 11. bardaga á ferlinum. Þetta var fjórði UFC sigur Matthews og eftir bardagann fékk hann bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Framtíðin er björt hjá þessum unga ástralska léttvigtarmanni og verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá honum.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Frank Mir og Mark Hunt ega ekki lengur að vera í búrinu þeir er þungir slobbí með riðgaða tækni minna á gaura af götunni frekar en alvöru vel þjálfaða bardagamenn mín skoðun.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular