Conor McGregor var í gær handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot. Conor var yfirheyrður en hann heldur fram sakleysi sínu.
Conor er staddur á Korsíku, eyju fyrir utan Suðurströnd Frakklands, en þar var hann handtekinn í gær. Conor er sakaður um tilraun til kynferðisbrots og fyrir að hafa berað sig. Atvikið á að hafa átt sér stað síðastliðinn fimmtudag á bar en Conor var handtekinn eftir að málið var tilkynnt til lögreglu.
#BREAKING #UFC's Conor McGregor arrested in Corsica for indecent exposure, a local court tells @AFP
— AFP Sport English (@AFP_Sport) September 12, 2020
📷 @AFPphoto pic.twitter.com/wN7rLbAlO9
Conor er staddur á Korsíku þessa dagana til að taka þátt í 180 kílómetra hjólabátskeppni. Um er að ræða sólarhrings góðgerðarkeppni frá Korsíku til Mónakó með Charlene prinsessu frá Mónakó. Conor hefur neyðst til að draga sig úr keppninni.
Conor hefur neitað ásökunum. Umboðsmaður hans, Audie Attar, sendi yfirlýsingu til fjölmiðla í gær.
„Ég er ævareiður og sendi skýra viðvörun: Conor McGregor er ekki og mun ekki vera fórnarlamb þeirra sem vilja búa til fyrirsagnir og fá pening í vasann,“ segir í yfirlýsingunni.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conor er sakaður um kynferðisbrot en Conor hefur verið ásakaður um tvær nauðganir. Önnur á að hafa átt sér stað í desember 2018 en sú síðari í október 2019. Samkvæmt New York Times var Conor yfirheyrður vegna fyrra málsins en hefur ekki verið ákærður. Conor hefur ekki verið yfirheyrður vegna seinna málsins og ekki ákærður. Conor vísaði ásökunum á bug og sagði að tíminn muni leiða í ljós að hann sé saklaus.