Pörupilturinn Nate Diaz var sá sem varð fyrir valinu af UFC og mætir Conor McGregor á UFC 196. Eftir að Rafael dos Anjos meiddist komu margir til greina og var Nate Diaz sá heppni.
Fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor mun fara alla leið upp í veltivigt (77 kg) á UFC 196 en upphaflega átti hann að mæta Rafael dos Anjos í léttvigt (70 kg). Diaz sá ekki fram á að geta skorið niður í léttvigt með aðeins nokkurra daga fyrirvara og því fer bardaginn fram í veltivigt.
Diaz bræðurnir eru gríðarlega vinsælir bardagamenn en síðast sáum við yngri bróðurinn Nate sigra Michael Johnson í desember. Diaz kom til greina sem næsti andstæðingur McGregor eftir að hann fór á kostum í viðtölum eftir Johnson bardagann.
Í gær bárust þær fregnir að Rafael dos Anjos væri meiddur og óskuðu margir bardagamenn eftir því að berjast við McGregor. Menn eins og Donald Cerrone og Urijah Faber voru líklegir en á endanum varð Diaz fyrir valinu.
https://www.youtube.com/watch?v=7w3ejgfCewA