spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor og Urijah Faber þjálfa næstu seríu TUF

Conor McGregor og Urijah Faber þjálfa næstu seríu TUF

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Í gærkvöldi í TUF Finale útsendingunni tilkynnti Dana White hverjir yrðu næstu þjálfarar í 23. seríu The Ultimate Fighter.

Það verða þeir Conor McGregor og Urijah Faber sem þjálfa 23. seríu TUF. McGregor mun þjálfa átta evrópska léttvigtarmenn og Faber átta bandaríska léttvigtarmenn. Tökur hefjast strax í næstu viku og verður McGregor áfram í MacMansion á meðan tökum stendur.

Dave Sholler, yfirmaður hjá UFC, sagði á blaðamannafundinum eftir TUF Finale að UFC hefði haft nokkra valmöguleika en ákveðið að fara þessa leið eftir úrslit gærkvöldsins. „Þeim líkar ekki við hvorn annan og það verður gott sjónvarpsefni,“ sagði Sholler.

McGregor og Urijah Faber áttu í orðaskiptum baksviðs á vigtuninni fyrir UFC 189. Sholler þvertók fyrir að það hafi verið uppsett. Þeir munu þó ekki berjast í lok seríunnar eins og venjan er oft með þjáfara TUF.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular