spot_img
Saturday, November 2, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaStephen Thompson: Til í að mæta Gunnari í Dublin

Stephen Thompson: Til í að mæta Gunnari í Dublin

stephen thompsonStephen Thompson sigraði Jake Ellenberger með frábæru rothöggi í gærkvöldi á úrslitakvöldi TUF. Á blaðamannafundinum var hann spurður út í bardaga gegn Gunnari Nelson.

John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars, sagði þetta á Twitter eftir sigur Thompson.

Á blaðamannafundinum var Thompson spurður út í bardaga gegn Gunnari. „Það væri frábært og spennandi bardagi. Gólfglíman hans er augljóslega frábær en ég er til í hvað sem er. Ég vil bara komast í topp fimm í veltivigtinni og að titlinum. Ég ætla að verða bestur,“ sagði Thompson á blaðamannafundinum.

UFC snýr aftur til Dublin þann 24. október næstkomandi. Gunnar og Stephen Thompson gætu mæst þar en það gæti orðið frábær bardagi. Bardaginn gæti jafnvel verið aðalbardagi kvöldsins enda Gunnar gríðarlega vinsæll í Írlandi.

Stephen Thompson er ekki á topp 15 á styrkleikalistanum þegar þetta er skrifað en verður það að öllum líkindum eftir helgina. Hann sigraði Jake Ellenberger, sem er númer níu á listanum, og það fleytir honum á listann.

Thompson er með áberandi karate stíl standandi og gætum við því fengið að sjá tvo karate stráka eigast við í Dublin. Það er þó ekkert staðfest enn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular