spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor snýr aftur!

Conor McGregor snýr aftur!

Dana White staðfesti rétt í þessu á blaðamannafundi eftir UFC 300 það sem allir MMA áhugamenn hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu í langan tíma. Hinn alræmdi Conor McGregor mun snúa aftur búrið en bardagi við Michael Chandler hefur verið staðfestur og mun hann fara fram 29. júní á UFC 303 í Las Vegas, Nevada.

Dana White tilkynnti fyrst 2 aðalbardagana á UFC 302 sem verður haldið 1. júní í Newark, New Jersey. Þar munu Islam Makhachev og Dustin Poirier mætast í aðalbardaga kvöldsins en á undan þeim munu Sean Strickland og Paulo Costa mætast í 5 lotu bardaga þó það sé hvorki titilbardagi né aðalbardagi kvöldsins. Dana White tilkynnti svo í framhaldinu um bardaga Conors og Chandlers.

Conor McGregor og Michael Chandler þjálfuðu á móti hvor öðrum í The Ultimate Fighter í fyrra og hefur bardagi milli þeirra legið í loftinu síðan. Conor sagði í upptökum á þættinum að bardaginn myndi vera haldinn í millivigtinni en þeir báðir höfðu síðast barist í léttvigt. Bardaginn 29. júní mun hins vegar fara fram í veltivigt.

Conor McGregor hefur ekki barist síðan í júlí 2021 þegar hann ökklabrotnaði í bardaga við Dustin Poirier en hann hefur fullyrt að endurkoma sín verði sú besta í íþróttasögunni. Michael Chandler hefur ekki barist síðan nóvember 2022 og var hans síðasti bardagi einnig gegn Dustin Poirier.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular