Conor McGregor steinrotaði Jose Aldo eftir aðeins 13 sekúndur í risabardaga þeirra. Conor McGregor er óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari UFC.
Það var brjáluð stemning í MGM Grand Arena í kvöld og áttu Írarnir höllina. Aldo byrjaði af miklum krafti og óð áfram en át hárnákvæman vinstri krók frá McGregor sem steinrotaði nú fyrrum meistarann. Ótrúlegur sigur og brutust út ótrúleg fagnaðarlæti er bardaginn var stoppaður.
McGregor er aðeins annar meistarinn í sögu fjaðurvigtarinnar í UFC. Aldo hafði haldið beltinu frá því fjaðurvigtin var fyrst sett á laggirnar í UFC en nú er Conor McGregor fjaðurvigtarmeistari UFC.
Fyrir bardagann var McGregor svo kallaður bráðabirgðarmeistari (e. Interim Champion) en nú hafa beltin verið sameinuð.
Conor McGregor var búinn að segja fyrir bardagann að hann myndi klára þetta á innan við fjórum mínútum. McGregor stóð við stóru orðin svo sannarlega.
Conor McGregor verður þar með á forsíðu nýja UFC leiksins, ásamt Rondu Rousey, sem kemur út á næsta ári.
Svakalegt rothögg hjá svakalegum bardagakappa! Conor Mcgregor er einn skemmtilegasti bardagakappi fyrr og síðar og er held ég bardagamaður ársins í MMA heiminum!
óleóleóleóleóleóleóleóleóleóleóleóleóle!
Ósteraður Aldo mátti sín ekki mikils.