spot_img
Tuesday, December 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt Forbes

Conor McGregor tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt Forbes

(Photo by Jeff Bottari/Zuffa LLC via Getty Images)

Forbes tímaritið birti á dögunum lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn ársins. Conor McGregor trónir þar á toppnum fyrir ofan menn eins og Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Lebron James.

Forbes tekur saman tekjur íþróttamanna frá 1. maí 2020 til 1. maí 2021 og setur þennan árlega lista saman. Forbes tekur saman tekjur sem koma innan sem utan vallar svo sem laun frá félagsliði, bónusar, tekjur í viðskiptalífinu og frá kostunaraðilum.

Conor McGregor fékk 180 milljónir dollara (22,4 milljarðar ISK) á tímabilinu sem um ræðir og skilar það honum efsta sætinu. Salan á Proper 12 viskínu skilaði honum þó mestu eða um 150 milljónum dollara. Samkvæmt Forbes fékk hann 22 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Dustin Poirier og svo um 8 milljónir frá kostunaraðilum eins og DraftKings.

Conor hefur áður verið á listanum en árið 2018 var hann í 4. sæti með 99 milljónir dollara eftir bardagann við Floyd Mayweather. Þetta er þó fyrsta sinn sem hann trónir á toppnum.

Conor McGregor mætir Dustin Poirier aftur í júlí en Poirier rotaði Conor í janúar. Forbes listann má sjá hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular