spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor viðurkennir brot sín og sleppur við fangelsisdóm

Conor McGregor viðurkennir brot sín og sleppur við fangelsisdóm

Conor McGregor hefur náð samkomulagi við sakóknara New York vegna brota sinna í rútuárásinni í apríl. Conor sleppur því við þungan dóm og getur haldið áfram með feril sinn sem bardagamaður ef hann vill snúa aftur í búrið.

Conor McGregor réðst að rútu í apríl sem innihélt Khabib Nurmagomedov. Conor kastaði trillu í gegnum rúðu rútunnar þar sem nokkrir farþegar rútunnar slösuðust. Þeir Michael Chiesa og Ray Borg fengu glerbrot í augað og skurð á ennið og gátu þeir þar af leiðandi ekki keppt á UFC 223 eins og til stóð.

Conor var í kjölfarið handtekinn fyrir tíu brot og var mál hans svo klárað í dag. Conor játaði brot sín í málinu og mun gangast við sektinni. Brotin fara ekki á sakaskrá og mun ekki hafa áhrif á ferðalög hans til Bandaríkjanna. Conor þarf að sinna fimm daga samfélagsskyldu og þurfti að greiða fyrir skemmdirnar sem hann olli. Conor hefur þegar greitt fyrir skemmdirnar en þá mun hann einnig fara í reiðistjórnun í að hámarki þrjá daga.

Þá má Conor ekki koma nálægt UFC bardagamönnunum Michael Chiesa og Ray Borg.

Þetta þýðir að Conor getur haldið áfram með bardagaferilinn ef hann vill. Conor réðst að Khabib Nurmagomedov nokkrum dögum fyrir UFC 223 en Khabib er nú ríkjandi léttvigtarmeistari UFC. Lengi hefur verið talað um mögulegan bardaga Conor og Khabib en UFC vildi ekki taka nein skref í þeim málum fyrr en dómsmál Conor yrði afgreitt. Nú þegar málið hefur verið klárað er spurning hvort UFC nái að bóka Conor gegn Khabib í haust. Talið er að bardaginn færi fram á UFC 229 í október eða UFC 232 í desember.

Conor sendi frá sér stutta yfirlýsingu fyrir framan dómshúsið í dag:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular