Conor McGregor missti stjórn á skapi sínu á Bellator 187 síðasta föstudag. Í skammlífum pósti á Twitter sagðist Conor hafa brjálast þegar dómarinn tjáði honum að bardaginn væri ekki búinn.
Conor óð inn í búrið til að fagna liðsfélaga sínum Charlie Ward síðasta föstudag á Bellator 187. Dómarinn hafði þá nýverið gert hlé á bardagnaum en bardaginn var þó ekki búinn þar sem lotan var einungis að klárast. Flestir í salnum, þar á meðal Conor, töldu að bardaganum væri lokið og óð hann því inn í búrið.
Conor setti eftirfarandi færslu inn á Twitter í gær en eyddi henni síðar út.
Þar segir hann að hann hafi misst stjórn á sér þar sem dómarinn Marc Goddard tilkynnti honum að bardaginn væri ekki búinn. Dómarinn sá þó að John Redmond var ekki fær um að halda áfram og stöðvaði þá bardagann.
Mohegan Tribe Department of Regulation (MTDR) var á bakvið regluverkið á Bellator kvöldinu. MTDR er því eins og íþróttasamböndin (e. commission) sem sjá um að allt fari eftir settum reglum. MTDR er staðsett í Bandaríkjunum og telur að hegðun Conor hafi verið árás á Marc Goddard. MTDR hefur ekki refsað Conor enn og kveðst ekki hafa dómsvald yfir honum þar sem Conor var hvorki að keppa né hornamaður.
UFC hefur ekki tjáð sig um atvikið en Mike Mazzulli, forseti ABC (Association of Boxing Commissions and Combative Sports) og framkvæmdastjóri MTDR, var yfirmaður reglumála á Bellator kvöldinu á föstudaginn. Hann sagði í The MMA Hour í gær að UFC hefði tjáð sér að Conor yrði refsað. Að hans sögn átti Conor að berjast á UFC 219 þann 30. desember en nú á hann ekki að fá að keppa þá vegna atviksins á föstudaginn.
Mike Mazzulli tells @arielhelwani that the UFC informed him that Conor McGregor was going to be on the December 30th card but has been pulled from that spot because of his actions at Bellator 187
— Seán Sheehan (@SeanSheehanBA) November 13, 2017