spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor og Cerrone báðir búnir að ná vigt

Conor og Cerrone báðir búnir að ná vigt

Formlega vigtunin fyrir UFC 246 fer nú fram á hóteli bardagamanna í Las Vegas. Conor McGregor og Donald Cerrone eru báðir búnir að ná vigt.

Það var lítið stress fyrir vigtun Conor og Cerrone enda fer bardaginn fram í veltivigt. Báðir voru mjög rólegir í vikunni varðandi niðurskurðinn og því fáir sem bjuggust við að þeir myndu ekki ná vigt. Cerrone var mættur fyrstur í vigtunina og var 170 pund (77,11 kg) slétt.

Conor McGregor kom um 40 mínútum síðar og var einnig 170 pund. Það er því fátt sem getur komið í veg fyrir bardaga þeirra annað kvöld.

Alexa Grasso náði ekki vigt en hún var 5,5 pundum yfir eða 121,5 pund. Grasso mætir Claudia Gadelha í 115 punda strávigt.

Sjónvarpsvigtunin fer síðan fram kl. 23 í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular