Formlega vigtunin fyrir UFC 246 fer nú fram á hóteli bardagamanna í Las Vegas. Conor McGregor og Donald Cerrone eru báðir búnir að ná vigt.
Það var lítið stress fyrir vigtun Conor og Cerrone enda fer bardaginn fram í veltivigt. Báðir voru mjög rólegir í vikunni varðandi niðurskurðinn og því fáir sem bjuggust við að þeir myndu ekki ná vigt. Cerrone var mættur fyrstur í vigtunina og var 170 pund (77,11 kg) slétt.
First to weigh in, @Cowboycerrone hits 170 pounds on the nose #UFC246 pic.twitter.com/c6ommSXmPe
— ESPN MMA (@espnmma) January 17, 2020
Conor McGregor kom um 40 mínútum síðar og var einnig 170 pund. Það er því fátt sem getur komið í veg fyrir bardaga þeirra annað kvöld.
Conor McGregor hits the scale at 170 pounds #UFC246 pic.twitter.com/NxiCVxiWYV
— Marc Raimondi (@marc_raimondi) January 17, 2020
Alexa Grasso náði ekki vigt en hún var 5,5 pundum yfir eða 121,5 pund. Grasso mætir Claudia Gadelha í 115 punda strávigt.
Sjónvarpsvigtunin fer síðan fram kl. 23 í kvöld.