Saturday, April 20, 2024
HomeErlentTyron Woodley mætir Leon Edwards í London

Tyron Woodley mætir Leon Edwards í London

Fyrrum veltivigtarmeistari UFC, Tyron Woodley, snýr aftur í búrið í London þann 21. mars. Woodley mætir þar bretanum Leon Edwards í aðalbardaga kvöldsins.

Woodley, sem er orðinn 37 ára, barðist síðast í mars 2019 þar sem hann tapaði veltivigtarbeltinu til Kamaru Usman. Þar leit Woodley vægast sagt ekki vel út og þarf því að eiga góðan bardaga til að geta átt möguleika á titlinum aftur.

Á sama tíma er Leon Edwards búinn að vera á siglingu í veltivigtinni og er búinn að vinna átta bardaga í röð, þar á meðal Gunnar Nelson. Edwards hefur verið að óska eftir tækifæri á því að berjast um veltivigtarbeltið eða stórum bardaga sem gulltryggði titilbardaga með sigri.

Þessir bardagamenn eru tveir af þeim betri í þyngdarflokknum og þetta er því frábær bardagi fyrir bardagakvöldið í London.

Dana White staðfesti bardagann við ESPN en samningar hafa þó ekki verið undirritaðir. Woodley hótaði á dögunum að hætta við bardagann eftir að Leon Edwards gerði grín að rappferli Woodley.

Woodley virðist hafa tekið gleði sína að nýju og verður bardaginn mikilvægur fyrir veltivigtina.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular