Thursday, April 18, 2024
HomeErlentMynd: Ótrúlegur munur á Conor í fjaðurvigt og veltivigt

Mynd: Ótrúlegur munur á Conor í fjaðurvigt og veltivigt

Conor McGregor berst sinn þriðja bardaga í veltivigt á UFC 246 á laugardaginn. Það er mikill munur á honum í dag og þegar hann var í fjaðurvigt.

Conor McGregor hefur ekki barist í 66 kg fjaðurvigt síðan hann sigraði Jose Aldo árið 2015. Conor þurfti að skera mikið niður til að ná fjaðurvigt en á morgun berst hann í 77 kg veltivigt.

Conor byrjaði sinn feril í fjaðurvigt en dagar hans í þeim flokki eru líklegast taldir. Conor hefur tvívegis áður barist í veltivigt þegar hann mætti Nate Diaz en hann var bæði fjaðurvigtar- og léttvigtarmeistari UFC á sínum tíma.

Það er mikill munur á Conor núna og árið 2015 eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Á myndinni til vinstri er hann að vigta sig inn fyrir Jose Aldo bardagann en hægri myndin var tekin í dag.

Conor mætir Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á laugardaginn í veltivigt.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular