Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentAlexa Grasso náði ekki vigt og bardaginn blásinn af

Alexa Grasso náði ekki vigt og bardaginn blásinn af

Alexa Grasso var langt frá því að ná vigt fyrr í dag. Bardagi hennar gegn Claudia Gadelha hefur því verið blásinn af.

Alexa Grasso og Claudia Gadelha áttu að mætast á UFC 246 á laugardaginn í 115 punda strávigt. Grasso var hins vegar 121,5 pund í vigtuninni í dag og hefur NAC (íþróttasambandið í Nevada) ákveðið að bardaginn fari ekki fram. Gadelha og Grasso vildu báðar berjast en NAC setti fótinn fyrir dyrnar.

Þetta er í annað sinn sem Grasso nær ekki vigt. Þetta var stórt tækifæri fyrir báðar enda átti bardaginn að vera á aðalhluta bardagakvöldsins.

Ekki er vitað að svo stöddu hvaða bardagi verði færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins en þetta er annar bardaginn sem dettur af bardagakvöldinu í vikunni. Fyrr í vikunni féll niður bardagi Chas Skelly og Grant Dawson þar sem Dawson féll á lyfjaprófi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular