Vigtunin fyrir UFC 257 fer fram um þessar mundir. Conor McGregor og Dustin Poirier eru báðir búnir að ná vigt.
Conor McGregor var mættur fyrstur í vigtunina fyrir UFC 257 í dag. Conor var 155 pund slétt fyrir léttvigtarbardagann. Dustin Poirier kom strax í kjölfarið en hann var 156 pund (má vera einu pundi yfir þegar ekki er um titilbardaga að ræða).
Það er því allt klappað og klárt fyrir aðalbardagann á morgun.
Dan Hooker og Michael Chandler mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins en þeir voru líka í tilsettri þyngd fyrir annað kvöld.
Bardagi Ottman Azaitar og Matt Frevola er ekki lengur á dagskrá þar sem Azaitar getur ekki barist. Arman Tsarukyan náði ekki vigt og missir 20% af launum sínum á morgun. Nasrat Haqparast er veikur og getur ekki barist. Arman kemur því í stað Azaitar og mætir Frevola.
UFC 257 fer fram á laugardaginn í Abu Dhabi og verður í beinni á ViaPlay og Fight Pass á Pay Per View.