0

Conor og Dustin Poirier báðir búnir að ná vigt

Vigtunin fyrir UFC 257 fer fram um þessar mundir. Conor McGregor og Dustin Poirier eru báðir búnir að ná vigt.

Conor McGregor var mættur fyrstur í vigtunina fyrir UFC 257 í dag. Conor var 155 pund slétt fyrir léttvigtarbardagann. Dustin Poirier kom strax í kjölfarið en hann var 156 pund (má vera einu pundi yfir þegar ekki er um titilbardaga að ræða).

Það er því allt klappað og klárt fyrir aðalbardagann á morgun.

Dan Hooker og Michael Chandler mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins en þeir voru líka í tilsettri þyngd fyrir annað kvöld.

Bardagi Ottman Azaitar og Matt Frevola er ekki lengur á dagskrá þar sem Azaitar getur ekki barist. Arman Tsarukyan náði ekki vigt og missir 20% af launum sínum á morgun. Nasrat Haqparast er veikur og getur ekki barist. Arman kemur því í stað Azaitar og mætir Frevola.

UFC 257 fer fram á laugardaginn í Abu Dhabi og verður í beinni á ViaPlay og Fight Pass á Pay Per View.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.