Smá rifrildi Conor McGregor á Instagram við NBA leikmanninn Draymond Green átti ögn dýpri rætur að rekja en í fyrstu var talið. Conor skartaði treyju C.J. Watson og skaut þar með á Floyd Mayweather og ofbeldissögu hans gegn konum.
Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, lét Conor heyra það á Instagram við neðangreinda mynd og sagði að hann og liðsfélagar sínir í Golden State styddu við bakið á Floyd Mayweather. Conor ætti þar af leiðandi ekki að vera í þeirra treyju.
Conor var í Golden State treyju nr. 23 en það er sama númer og Green ber. Conor var þó ekki lengi að svara honum. „Þetta er C.J. Watson félagi. Ég hef ekki hugmynd um hver þú ert. Engin vanvirðing, haltu áfram að braska og ekki hætta í skólanum.“
„Veltu því fyrir þér, hvers vegna ég er í C.J. treyju þegar ég veit ekkert um og er skítsama um körfubolta. Ég drippla hausum af gólfinu, ekki boltum, þetta er enginn leikur hér stráksi.“
Conor segist hafa verið að klæðast treyju C.J. Watson, nr. 23, sem spilaði fyrir Golden State frá 2007 til 2010 en Watson á ekki góðar minningar um Floyd Mayweather. Samkvæmt lögregluskýrslum átti Watson í samskiptum við Josie Harris, fyrrum kærustu Floyd Mayweather, árið 2010 sem leiddi til þess að Mayweather réðst á hana.
Must say, @TheNotoriousMMA wearing an obscure CJ Watson jersey is just on a whole other level. For those that don’t get why (via Bleacher): pic.twitter.com/U5xCS75B7T
— Ariel Helwani (@arielhelwani) July 23, 2017
McGregor’s been talking about this Watson story since Jan. https://t.co/42jlUPevHL. The man does his research. Give him that. The Jersey!
— Ariel Helwani (@arielhelwani) July 23, 2017
Also, Watson has played for 5 NBA teams, yet McGregor somehow found the jersey of the team Watson was on when this happened. Not easy.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) July 23, 2017
Mayweather játaði sök og var dæmdur í 90 daga fangelsi en sat af sér bara tvo mánuði. Mayweather á að hafa sagt við Harris að hann myndi drepa hana og manninn sem hún hafði verið í slagtogi við.
Það kom á óvart að Conor minntist aldrei á heimilisofbeldi Floyd Mayweather á fjölmiðlatúrnum á dögunum. Þetta er í raun í fyrsta sinn sem hann minnist á eða vísar í þá sögu Floyd. Draymond Green hafði greinilega ekki hugmynd um söguna á milli Floyd og C.J. Watson.