spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor: Skiptir ekki máli hver er næstur

Conor: Skiptir ekki máli hver er næstur

Conor McGregor sigraði Donald Cerrone eftir aðeins 40 sekúndur í aðalbardaganum á UFC 246 í nótt. Conor vill berjast aftur sem fyrst og koma nokkrir til greina.

Conor McGregor felldi Cerrone með hásparki í nótt og kláraði hann svo með höggum í gólfinu. Cerrone er með flesta sigra í sögu UFC eftir háspark og er það eitt af bestu vopnum hans. Conor var því ánægður að klára Cerrone með hans besta vopni.

„Ég vissi að Donald vildi rota mig með hásparki. Ég vissi að það var það sem Donald sá fyrir sér. En á sama tíma vissi ég að Donald er misjafn í sínum leik, hvernig hann hallar sér og dýfir sér við ákveðnar árásir sem geta einnig gert hann opinn fyrir háspörkum. Hásparkið var því eitthvað sem ég hélt ég gæti náð honum með,“ sagði Conor eftir bardagann.

Conor hafði ekki barist síðan í október 2018 en ætlar að vera duglegur á þessu ári. Conor sér fyrir sér að berjast að minnsta kosti þrisvar á þessu ári.

„Ég er spenntur fyrir framtíðinni. Ég ætla ekki að dvelja mikið við þennan sigur. Ég fer aftur á æfingar og aftur í vinnu. Hver er næstur skiptir ekki máli, hvenær er það sem skiptir máli. Heimurinn lýsist upp þegar ég berst, ég vil því berjast aftur sem fyrst. Sjáum hvað gerist.“

Conor er ekki með einn ákveðin einstakling í huga en Jorge Masvidal, Khabib Nurmagomedov, Nate Diaz og Kamaru Usman hafa allir verið nefndir sem mögulegir andstæðingar.

Jorge Masvidal var viðstaddur bardagann og var hann klæddur í Versace slopp líkt og Conor gerði í aðdraganda box bardagans gegn Floyd Mayweather 2017. Conor var ekki hrifinn af klæðaburði Masvidal á UFC 246.

„Talandi um að klúðra þessu. Þetta var fáránlegt ef þú spyrð mig. Ég veit ekki hvað var í gangi. Gömlu konurnar á Írlandi eru í svona sloppum horfandi á sápu óperur. Ég veit ekki af hverju hann var í þessum slopp.“

„Auðvitað væri ég til í að berjast við hann, sjáum hvað gerist. Þetta var ekki gott kvöld fyrir Jorge ef þú spyrð mig. Ég óska honum alls hins besta. Guð elskar þá sem reyna.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular